NR. C18 BJÓR!

5.5% alc./vol

INDIA PALE LAGER

Árið 1981 sendi pönksveitin Fræbbblarnir frá sér lagið Bjór, en í textanum var bjórbannið ógurlega harðlega gagnrýnt. Bjór hefur nú öðlast nýtt líf sem bjór í samstarfi Borgar brugghúss við Fræbbblanna – nánar tiltekið IPL með mjög gagnrýnum Citra humlum.

„Finnst þeim spíri betri en bjór? 
Mér finnst meira en nóg … 
Næst gera þeir Ríkið að bar 
svo ég verði að hella í mig þar.“

– Valgarður Guðjónsson