SAGAN

Egill Skallagrímsson er líklega ein þekktasta sögupersóna Íslendingasagnanna. Hann fæddist árið 910 og sáu foreldrar hans fljótlega að þar færi einstaklingur sem ætti eftir að hafa mikil áhrif, þó foreldrar hans hafi verið ósammála um hvort þau áhrif yrðu til góðs eða ills. Hann var orðheppinn, skáldmæltur, skapmikill, ljótur sýnum og þrjóskur. Hann fór snemma í víking ásamt bróður sínum Þórólfi og komst víða í hann krappan. Hann sneri aftur til Íslands og gerðist höfðingi í Borgarfirði.

Egill var mikill unnandi mjaðar og eru nokkrar frásagnir í Egils sögu af drykkju hans. Hann kunni afar vel að meta góðan mjöð og hefði eflaust líkað vel við metnaðarfulla bjórgerð Borgar Brugghúss.

Það er því viðeigandi að brugghúsið skuli bera nafn höfuðbóls þessa mikla víkings, skálds og bjórunnanda.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson var stofnuð 1913 og í dag starfa þar bruggmeistarar á heimsmælikvarða, er hafa unnið til fjölmargra verðlauna á fyrir bjórgerð sína. Til að hæfileikar þeirra og sköpunarkraftur fái notið sín til fulls var ákveðið að festa kaup á örbrugghúsi. Þannig varð Borg Brugghús til, en því er ætlað að stuðla að bættri bjórmenningu á Íslandi. Boðið verður upp á fjölbreytta flóru bjóra sem verður í stöðugri þróun. Borg Brugghús mun m.a. leitast við að framleiða bjórtegundir sem henta vel með mat.