NR. 10 SNORRI

5.3% ALC./VOL.

ÍSLENSKT ÖL

Snorri er þjóðlegt öl. Hann er bruggaður úr innlendu byggi og kryddaður með alíslensku, lífrænu blóðbergi. Snorri er margslunginn og ekki allur þar sem hann er séður. Hann er ósíaður, örlítið skýjaður en engu að síður ljós yfirlitum. Lyktin gefur til kynna að pundið sé þungt í Snorra, en annað kemur í ljós við smökkun; það er létt yfir honum og ferskleiki í fyrirrúmi.

Eitt af því sem gerir Snorra enn meira spennandi er ljúffengur og framandi ávaxtakeimur sem blandast skemmtilega við hinn villta lyngkeim. Snorri er aðgengilegur bjór og hentar t.d. vel með léttri villibráð. Við erum ákaflega stolt af Snorra og sýnum honum tilhlýðilega virðingu með því að kenna hann við sjálfan Snorra Sturluson sem hóf búskap sinn á Borg á Mýrum.


IBU: 20
Plato: 12.8
Humlar: Mittelfrüh, Perle.
Bygg: Íslenskt ómaltað bygg.
Krydd: Lífrænt íslenskt blóðberg (e. Arctic Thyme).
Innihaldsefni: Vatn, íslenskt bygg, humlar, blóðberg og ger.


European Beer Star 2015: Gold Herb and Spice beer