
BJÓRINN OKKAR

Nr. 62 OMMI
9.1% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Lífið er dýrt, dauðinn þess borgun. Drekkum í kveld, iðrumst á morgun. – One love.
1970–2018. #lífiðernúna.

Nr. 61 SURTUR
12.1% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur kemur úr suðri og í þetta skipti renndi hann við í bakaríinu eftir Gunnars kleinuhringjum og sér ekki eftir því.

NR. 60 ESJA
5.7% alc./vol.
WILD ALE
Esja er fjölkunnug og forn í brögðum. Með silfraðri röddu syngur hún leynda dóma náttúrunnar í fínlegan súran seið úr geri sem er galdrað úr vindinum.

NR. 59 SKYRJARMUR
4.3% alc./vol.
BLUEBERRY SOUR
Skyrjarmur er gegnsýrður af skyri og safa- ríkum bláberjum til að fullkomna alíslenska þátíðarhátíðarskapið – enda á skyr sér lengri sögu hér en sjálft jólabarnið.

NR. 58 HÚGÓ
7.2% alc./vol.
INDIA PALE LAGER
Sniðið á Húgó er fágað og ferskt með hressandi humlum í fóðrinu. Með því að vefja laktósaþræði inn í efnið nær Húgó að skapa lífsglaðan snúning á tímalausri klassík: Klæðskerasaumaðan og safaríkan India Pale Lager trendsetter fyrir haustið.

Nr. 57 BARABBAS
7% alc./vol.
DUBBEL
Syndaselur er hann og dökkur yfirlitum, með vasa fulla af illa fengnum ávöxtum, vinsælli en sjálfur Jesús frá Nasaret.

NR. 56 GISSUR
5.5% alc./vol.
SOUR ALE
Gissur rís svalur upp úr sýrunni og herpir saman á þér andlitið með skínandi beittu ferskjubragði. Og kýlir þig í magann. Út af soltlu.

NR. 55 SURTUR
14.2% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Þessi kynngimagnaða og eldpipraða útgáfa af Surti var þroskuð í bæði búrbon- og koníakstunnum.

NR. 54 HURÐASKELLIR
11.5% alc./vol.
IMPERIAL PORTER
Hurðaskellir hendist inn úr rökkrinu með látum og vekur þá sem blunda vært, en hverfur svo á braut og skilur eftir hátíðlegan keim af súkkulaði og rúgviskíi.

NR. 53 RUMPUTUSKI
4.6% alc./vol.
INDIA PALE LAGER
Það var eitt sinn dvergur sem hét – hvað hét hann aftur, Strump– nei, Stultumóði? Frumpubuski? En hvað sem nafnið var þá spann hann, með lagerger að leynivopni, glóandi gull úr þýskum humlum og möltuðu byggi.

NR. 52 BRJÁNSI
4% alc./vol.
SOUR ALE
Syndsamlega svalandi og ferskur en á sama tíma frekar krefjandi týpa. Alveg ógleymanlegur karakter. Kannski ekki að undra miðað við alla sýruna sem hann hefur droppað. Unnuuur.

NR. 51 ÁSTRÍKUR
4.6% alc./vol.
BELGIAN PALE ALE
Ástríkur snýr aftur, vel búinn belgísku geri og ávaxtaríkum humlum frá Ameríku. Hver sopi tindrar af ljúfum tónum ferskju, ástaraldins, apríkósu, mangós og greipaldins.

NR. 50 ÚLFUR ÚLFUR ÚLFUR
11% alc./vol.
TRIPLE IPA
Úlfur Úlfur Úlfur skrúfar allt í botn, sprengir alla skala, slær öll met, ber sigur úr býtum, er öndverður, æðstur og aðal. Grr. Grr. Grr.

NR. 49 SÆMUNDUR
4.7% alc./vol.
MANGO PALE ALE
Í mjallhvítum, mangómynstruðum sparifötum situr hann á Kexinu með ölglas í hendi. Það er skýjað. Allt eins og það á að vera.

NR. 48 LÚTHER
5.9% alc./vol.
HOPPY BLONDE
Lúther fagnar 500 ára afmæli siðbótarinnar með þýskum humlum, belgískri bjórhefð og blessun íslensku þjóðkirkjunnar.

NR. 47 SURTUR
10% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur kemur úr suðri og kveikir eld hvar sem hann fer. Hann bíður átekta, safnar kröftum og þroskast. Geymdur, en aldrei gleymdur.

NR. 46 GUNNLÖÐ
10.8% alc./vol.
MJÖÐUR
Fagurgylltur mjöður bruggaður úr litháísku fjölblómahunangi hverfur eina nótt. Upphefst æsispennandi eltingaleikur. Gunnlöð er saga um fornar ástir, trúnað, sekt og sakleysi.

NR. 45 ASKASLEIKIR
5.8% alc./vol.
AMBER ALE
Askasleikir er apríkósugott og sítrusvænt rauðöl bruggað með engilsaxnesku ölgeri og ögn af aski.

NR. 44 HANS
5.5% alc./vol.
RAUCHBIER
Það rýkur úr Hans enda slapp þessi þýski eðal-lager naumlega frá því að enda ævina í bökunarofninum. Allt er gott sem endar vel.

NR. 43 ÁSTRÍKUR
8.5% alc./vol.
STRONG GOLDEN
Ástríkur er gordjöss sem áður en gylltur sem aldrei fyrr. Kraftmikill kjarnadrykkur með keim af perum, ferskjum, eplum og vínberjum.

NR. 42 GÍSLI
4% alc./vol.
SÚRÖL
Gísli keyrir sverðið í höfuð bragðlaukanna og klýfur þefskynið í herðar niður. Þeir sem ganga í fóstbræðralag með Gísla eiga langt og súrt ferðalag fyrir höndum.

NR. 41 MAGÐALENA
8.4% alc./vol.
IMPERIAL WIT
Magðalena er björt mey og hrein en undir léttsýrðu yfirborði appelsínumarmelaðis og sítrónugrass býr kjarnakvendi sem gustar af.

NR. 40.1 HREFNA
11% alc./vol.
BELGIAN STRONG
Þessi Hrefna hreiðraði um sig í Moscatel Roxo tunnu í 10 mánuði og kom þaðan út krunkandi sæt og angandi af víni.

NR. 40 HREFNA
10.5% alc./vol.
BELGIAN STRONG
Hrefna hreiðrar um sig á frönsku eikarspæni og gæðir sér á dimm- bláum krækiberjum, appelsínum og sítrus. Ferfalt krúnk fyrir því!

NR. 39 SKÚLI
5% alc./vol.
RAUÐÖL
Fógetinn er rúbínrjóður í vöngum og ilmar af sætu malti og suðrænum ávöxtum enda frakkinn úttroðinn af karamellum, mangó og sítrus – eins og sést.

NR. 38 SURTUR
10.8% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata,
en gífur rata,
troða halir helveg
en himinn klofnar.
- úr Völuspá

NR. 37 FJALAR
9.6% alc./vol.
MJÖÐUR
Fjalar er gömul saga og ný af bíræfnu bruggarateymi í leit að himneskum samhljómi hunangs og eikar.

NR. 36 POTTASKEFILL
6.2% alc./vol.
BRÚNÖL
Þessi ríkulega humlaði sveinn kemur til byggða ilmandi eins og blóm í haga en í pokahornin hefur hann stungið súkkulaði og toffí. Allt saman pottþétt.

NR. 35 BRÍÓ BRÍÓ
9.6% alc./vol.
IMPERIAL PILSNER
Í þessum einstaklega humlaða pilsner er heill hellingur af bjór, bragðbættur með lífsins lystisemdum.

Nr. 34 ÚLFRÚN
4.5% alc./vol.
SESSION IPA
Úlfrún er kraftmikil líkt og hún á kyn til, margbrotin en mjúk inn við bein. Ýlfrandi ávaxtarík og þurrhumluð þakkargjörð í þína skál.

NR. 33 FREKI
5.5% alc./vol.
BRETT IPA
Frekur til fönksins, beiskur í bragði og ýlfrandi soltinn í sítrusaldin, papaya, ananas og mangó. Komdu spangólandi. Aaúúú!

NR.32 LEIFUR
6.8% alc./vol.
NORDIC SAISON
Sem fyrr leikur lánið við Leif sem er annar bjór Borgar í svokölluðum saison/farmhouse-stíl.

NR. 31 ÞORLÁKUR
7.7% alc./vol.
SAISON BRETT
Þorlákur er af ætt saison/farmhouse bjóra sem er klassískur bjórstíll upprunninn í sveitum frönskumælandi hluta Belgíu.

NR. 30.1 SURTUR (2016)
11% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur er bjór í jötunmóð. Rammur að afli en hófstilltur og göfugur enda þroskaður í brennivínstunnu í 12 mánuði.

NR. 30 SURTUR
9% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Þorrabjórinn 2015 er svo sannarlega rammur að afli og það finnst bæði í lykt og bragði.

NR. 29 GALAR
8.5% alc./vol.
MJÖÐUR
Kvasis dreyra Galar og Fjalar, drógu í tvö ker og ketil. Við hunang þeir blönduðu og brugguðu mjöð, sem býður þeim er drekkur skáldskapargjöf.

NR. 28 ÞVÖRUSLEIKIR
7% alc./vol.
RAUÐÖL
Maður kemur sko ekki að tómum pokanum hjá Þvörusleiki. Í þessu ilmandi góða rauðöli hefur hnossgæti verið troðið í öll horn og gott betur. Ristað malt, eikarþvörur …

NR. 27 GRÉTA
7.3% alc./vol.
BALTIC PORTER
Gréta er hörð í horn að taka enda ekki heiglum hent að samræma fjórar korntegundir; maltað bygg, maltað hveiti, maltaðan rúg og hafra í einum og sama bjórnum.

NR. 26 FENRIR
6% alc./vol.
TAÐREYKTUR IPA
Fenrir er þriðji bjórinn í ört stækkandi úlfahjörð Borgar. Um er að ræða flokk India Pale Ale (IPA) bjóra sem eiga upphaf sitt að rekja til miðrar 18. aldar þegar …

NR. 25 SÓLVEIG
6% alc./vol.
HVEITIBJÓR
Sólveig er er ærslafullt og uppátækjasamt sumarbarn. Dálítið ofvernduð en umfram allt elskuð enda ljósgeislinn sem bregður birtu á allt heimilislífið.

NR. 24 JESÚS
7% alc./vol.
LJÓSÖL
Færa má rök fyrir því að páskabjór Borgar í ár eigi sér tæplega 2000 ára langa forsögu. Töluvert reyndi á fórnarlund og trúfestu bruggmeistaranna …

NR. 23 SURTUR
10% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Helhumlaður og á harðaspretti ríður Surtur til Miðgarðs. Í ár gustar af honum sætbeiskur en kraftmikill keimur af greipaldini, súkkulaði, kaffi og ...

NR. 22 KVASIR
9% alc./vol.
MJÖÐUR
Að ófyrirsynju hefur íslensk málþróun orsakað að í daglegu máli telst mjöður vera samheiti bjórs. Gríðarlegur munur er hins vegar á ...

NR. 21 STÚFUR
2.26% alc./vol.
HÁTÍÐARÖL
Stúfur er afburðagott öl með jólamatnum og ekki síðri á milli mála yfir hátíðarnar. Áfengisprósentan er aðeins 0.01% hærri en …

NR. 20 TERESA
5.5% alc./vol.
INDIA RED LAGER
Helstu karaktereinkenni Teresu eru suðrænir ávextir; mangó, ferskja, ástaraldin og blóðappelsína ...

NR. 19.3 GARÚN
15.2% alc./vol.
Icelandic Stout
Ískyggilegir svipir af súkkulaði, kaffi, lakkrís og vanillu sem hafa brotið af sér bourbon- viðina. Og ganga aftur!

NR. 19.2 GARÚN GARÚN
21% alc./vol.
ICELANDIC STOUT
Enn eru það brögðóttir svipir súkkulaðis, kaffis og lakkríss sem sveima yfir bragðlaukunum og sæta færis, en nú hafa höfugir en sætir tónar eikar og vanillu bæst við.

NR. 19.1 GARÚN
12.5% alc./vol.
ICELANDIC STOUT
Myrkir og margslungnir svipir kaffis, lakkríss, eikar og vanillu sveima höfugir um og sæta færis.

NR. 19 GARÚN
11.5% alc./vol.
ICELANDIC STOUT
Fyrsta konan í Borgarfjölskyldunni er Garún nr. 19 sem er afbrigði af Imperial Stout. Íslenska vatnið gegnir mikilvægu hlutverki í Garúnu ...

NR. 18 ÁSTRÍKUR
10% alc./vol.
KLAUSTURÖL
Ástríkur er kraftmikill hinsegin kjarnadrykkur í belgískum stíl. Notað er sérvalið úrvalsger í Ástrík sem gefur honum mikinn og einkennandi ávaxtakeim ...

NR. 17 ÚLFUR ÚLFUR
9% alc./vol.
DOUBLE IPA
Úlfur Úlfur er dæmisaga um tvöfeldni. Humlarnir leika lausum hala, fjölbreyttir, grimmir og beiskir í bragði! Grr. Grr.

NR. 16.1 JÚDAS
11.5% alc./vol.
QUADRUPEL
Það eru engir páskar án Júdasar. Þessi sterki Quadrupel klausturbjór færir þér hinar hátíðlegu belgísku hefðir svikalaust.

NR. 16 JÚDAS
10.5% alc./vol.
QUADRUPEL
Það eru engir páskar án Júdasar. Þessi dyggi lærisveinn belgísku bjórhefðarinnar tilheyrir flokki svokallaðra quadrupel-bjóra ...

NR. 15 SURTUR
9% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Sem fyrr er Surtur þykkur og þolgóður, dekkri en sjálft Ginnungagap. Í ár er Surtur undir belgískum áhrifum; þefurinn er ávaxtaríkari en áður ...

NR. 14.1 GILJAGAUR
10% alc./vol.
BARLEYWINE
Giljagaur hefur margt skemmtilegt í pokahorninu, eins og þrenns konar ger og blöndu af slóvenskum og bandarískum humlum ...

NR. 14 GILJAGAUR
10% alc./vol.
BARLEYWINE
Giljagaur er þurrhumlaður, rauðleitur og spennandi bjór af barleywine-ætt, en það eru sterkustu bjórar í heimi.

NR. 13 MYRKVI
6% alc./vol.
PORTER
Myrkvi er porteröl, tegund sem sprottin er af skuggalegum strætum Lundúnaborgar á 18. öld.

NR. 12 LÚÐVÍK
8% alc./vol.
DOPPELBOCK
Lúðvík er krónprinsinn af Bæjaralandi og hefur þessi eðalborni Doppelbock hlotið útnefningu Borgar Brugghúss sem bjór Októberfest 2012.

NR. 11 SUMARLIÐI
6% alc./vol.
HVEITIBJÓR
Sumarliði er fyrsti þýski hveitibjórinn sem framleiddur og seldur er á Íslandi. Þennan virta og skemmtilega bjórstíl má rekja til Bæjaralands, en þar kallast bjór af þessu tagi ...

NR. 10 SNORRI
5.3% alc./vol.
ÍSLENSKT ÖL
Snorri er þjóðlegt öl. Hann er bruggaður úr innlendu byggi og kryddaður með alíslensku, lífrænu blóðbergi. Snorri er margslunginn og ekki allur þar sem hann er séður.

NR. 9 BENEDIKT
7% alc./vol.
KLAUSTURBJÓR
Benedikt er páskabjór í belgískum stíl og er sá níundi í röðinni frá Borg Brugghúsi. Benedikt er koparrauður að lit með angan af ...

NR. 8.9 SURTUR
13% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur er bjór í jötunmóð. Rammur að afli en hófstilltur enda þroskaður í mezcal-tunnum.

NR. 8.8 SURTUR
13.6% alc./vol.
IMPERIAL STOUT

NR. 8.7 SURTUR
15% alc./vol.
IMPERIAL STOUT

NR. 8.6 SURTUR
13.2% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur er bjór í jötunmóð. Rammur að afli en hófstilltur enda þroskaður í rommtunnum frá Martinique.

NR. 8.5 SURTUR
13.2% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur er bjór í jötunmóð. Rammur að afli en hófstilltur enda hefur hann fengið að þroskast í Armagnac-tunnum.

NR. 8.4 SURTUR
14.5% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur er bjór í jötunmóð. Rammur að afli en hófstilltur og göfugur enda þroskaður í Single Malt Whisky-tunnu í 6 mánuði.

NR. 8.3 SURTUR
12% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Rammur að afli en hófstilltur og göfugur enda þroskaður í sérrítunnu í sex mánuði.

NR. 8.2 SURTUR
14.5% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur er bjór í jötunmóð. Rammur að afli en hófstilltur og göfugur enda þroskaður í bourbon-tunnu.

NR. 8.1 SURTUR
13% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Tunnuþroskaður Surtur er einstakur í röð íslenskra bjóra; dimmleitur Imperial Stout sem hefur verið agaður í frönskum eikartunnum.

NR. 8 SURTUR
12% alc./vol.
IMPERIAL STOUT
Surtur er þykkt og þolgott öl, dekkri en sjálft Ginnungagap. Undir þykkri froðunni kraumar bragðið af eldristuðu korni og brenndum sykri í anda.

NR. 7 STEKKJARSTAUR
5.7% alc./vol.
BRÚNÖL
Stekkjarstaur er fyrsti jólabjór Borgar Brugghúss. Rauðleitt brúnöl sem bruggað er úr pale ale-, karamellu- og súkkulaðimalti, auk kandíssykurs og hafra.

NR. 6 SKÓGARPÚKI
4.5% alc./vol.
ÍSLENSKUR LAGER
Skógarpúki var sérlagaður fyrir landsfund kornræktarbænda 2010 að ósk Haraldar Magnússonar í Belgsholti ...

NR. 5 OKTÓBER
4.6% alc./vol.
MÄRZEN
Eins og nafnið gefur til kynna er Október árstíðabundinn bjór sem garður var í tilefni af Októberfest, en hátíðina má rekja til ársins 1810 ...

NR. 4 BJARTUR
5% alc./vol.
BLOND BJÓR
Borg fer ekki troðnar slóðir frekar en fyrri daginn. Undirgerjað ger er notað en þó er gerjunarhitinn hærri en gengur og gerist.

NR. 3 ÚLFUR
5.9% alc./vol.
INDIA PALE ALE
Úlfur IPA sver sig í ætt við það besta sem framleitt er á vesturströnd Bandaríkjanna og kemur eflaust mörgum Íslendingnum í opna skjöldu …

NR. 2 AUSTUR
4.5% alc./vol.
BRÚNÖL
Austur brúnöl er mildöl sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og náði þar miklum vinsældum á millistríðsárunum.

NR. 1 BRÍÓ
4.7% alc./vol.
PILSENER
Bríó var fyrsti bjórinn frá Borg Brugghúsi. Bríó er svokallaður pilsner-bjór en ólíkt því sem margir Íslendingar halda er pilsner ekki léttöl ...