Árni Theodor Long

Árni Theodor Long

Árni er Patreksfirðingur sem hóf sinn bruggferil með ævintýragjörnu heimabruggi fyrir um 10 árum, en áður en hann hóf að brugga fyrir Borg bruggaði hann m.a. fyrir norska brugghúsið Ægir Bryggeri. Uppáhaldsbjórstíll Árna er Gueuze en hann heldur einnig upp á India Pale Ale. Árni er matgæðingur sem hefur gaman af því að hlæja og hlusta á tónlist. Nema þegar hann er í brugghúsinu. Þá hlustar hann á vélbúnaðinn. Nema þegar illa gengur. Þá hlustar hann á Gullbylgjuna. Og verður mjúkur.

Sturlaugur Jón Björnsson

Sturlaugur Jón Björnsson

Sturlaugur hóf að brugga bjór upp úr aldamótum og síðan leiddi eitt af öðru þar til hann hafði lokið bruggmeistaranámi frá skóla American Brewers Guild. Þar hlaut hann þjálfun í Hoppy Brewing Company í Sacramento CA og starfaði síðan í Russian River Brewing Company í Santa Rosa CA sem lærlingur Vinnie Cilurzo. Sturlaugur stundar pípusmíði meðfram brugginu og þegar hann má vera að því leikur hann á horn … með Sinfóníuhljómsveit Íslands.