NR. 11 SUMARLIÐI

6% ALC./VOL.

HVEITIBJÓR

Sumarliði er fyrsti þýski hveitibjórinn sem framleiddur og seldur er á Íslandi. Þennan virta og skemmtilega bjórstíl má rekja til Bæjaralands, en þar kallast bjór af þessu tagi Hefeweizen og nýtur gríðarlegra vinsælda.

Um hríð áttu æðstu aðalsmenn einkarétt á framleiðslu þessa bjórs. Hún lagðist af um skeið en var endurvakin á síðasta fjórðungi 20. aldarinnar. Sem betur fer!