NR. 12 LÚÐVÍK
8% ALC./VOL.
DOPPELBOCK
Lúðvík er krónprinsinn af Bæjaralandi og hefur þessi eðalborni Doppelbock hlotið útnefningu Borgar Brugghúss sem bjór Októberfest 2012. Lúðvík er kenndur við konung Bæjaralands sem var upphafsmaður Októberfest, auk þess sem hann gaf leyfi fyrir bruggun á hinum upphaflega Doppelbock sem sjálfur Napoleon hafði lagt blátt bann við. Rétt eins og nafni hans, þá er bjórinn Lúðvík til alls líklegur, margslunginn, kröftugur og fyrirferðarmikill.
Lúðvík er fagur á að líta, hefur djúpan bronslit og eins og góðum Doppelbock sæmir þá er hann nokkuð sterkur eða 8%. Hans helstu karaktereinkenni eru brennd karamella, þurrkaðir ávextir og alveg passleg beiskja. Lúðvík er góður með mat og er sannarlega á heimavelli með þjóðlegum og matarmiklum kjötréttum. Það er eftirsóknarvert og krefjandi að vera bjór Októrberfest og Lúðvík er svo sannarlega vel að nafnbótinni kominn. Prost!