NR. 14 GILJAGAUR

10% ALC./VOL.

BARLEYWINE

Giljagaur er af ætt sterkustu bjóra heims sem kallast „barleywine“ – þurrhumlaður, rauðleitur og spennandi. Giljagaur hefur margt skemmtilegt í pokahorninu, t.d. þrenns konar ger og blöndu af slóvenskum og bandarískum humlum. Ríkulegt bragðið felur m.a. í sér kóngabrjóstsykur og marmelaði, sannkallað jólahlaðborð í flösku!

Giljagaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
- hann skreið ofan úr gili
og skauzt í fjósið inn.
Hann faldi sig í básunum
og froðunni stal,
meðan fjósakonan átti
við fjósamanninn tal.

– Jóhannes úr Kötlum