NR. 16 JÚDAS

10.5% ALC./VOL.

QUADRUPEL

Það eru engir páskar án Júdasar. Þessi dyggi lærisveinn belgísku bjórhefðarinnar tilheyrir flokki svokallaðra quadrupel-bjóra. Sem grandvar og áreiðanlegur eðalbjór fyrir páskana er Júdas dökkur yfirlitum og sterkur í andanum eða 10,5%.

Júdas er trúr uppruna sínum og er því brögðóttari en venjan er enda fær gerið að njóta sín til fulls; hamslaust og óbundið af þeim skyldum sem flestir aðrir beygja sig undir.

Júdas heilsar með blíðum kossi í anda kandíss og karamellu en í bakhöndinni lumar hann á slægum og möltuðum keim af þroskuðum ávöxtum, plómum og brómberjum.

Júdas bregst aldrei við veisluborðið um páskana, sérstaklega þegar lambakjöt, önd eða kalkúnn eru í aukahlutverkum. Júdas er líka útsmoginn með kraftmiklum ostum eins og hörðum Gouda eða vel þroskuðum Ísbúa.

Þú getur alltaf treyst á Júdas.