NR. 17 ÚLFUR ÚLFUR

9% alc./vol.

DOUBLE IPA

Humlar ljá bjór góðan ilm og beiskleika, og eru oft notaðir til að vega upp á móti sætu annarra hráefna. Í hefðbundnum IPA bjór (Indian Pale Ale) eru humlarnir þó í aðalhlutverki.

Úlfur Úlfur er hins vegar af gerðinni Double IPA og því alveg ótrúlega grimmur í bragði; dæmisaga um hvað gerist þegar humlarnir fá að að sýna klærnar og sperra sig vægðarlaust.

Vinnie Cilurzo, upphafsmaður Double IPA bjórstílsins, er lærifaðir annars bruggmeistara Borgar. Honum til heiðurs er Úlfur Úlfur gerður úr ferns konar amerískum humlum; Chinook, Columbus, Centennial og Amarillo.

Útkoman er spangólandi villidýr með ýlfrandi sprækum keim af suðrænum ávöxtum á borð við rautt greipaldin og mangó.


Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, humlar og ger.