NR. 19 GARÚN

11.5% ALC./VOL.

ICELANDIC STOUT

Fyrsta konan í Borgarfjölskyldunni er afbrigði af Imperial Stout. Íslenska vatnið gegnir mikilvægu hlutverki í Garúnu líkt og í þjóðsögunni hvert nafn bjórsins er sótt í, og færir þessum kvenskörungi sinn ferskleika og mýkt.

Garún gefur bræðrum sínum í Borgarfjölskyldunni ekki þumlung eftir. Hún er bragðsterk en blíðleg í senn enda tvígerjuð og í henni má greina tóna súkkulaðis, lakkríss og kaffis. Dugir nokkuð minna, minna, Garún, Garún?

Garún er brugguð undir sterkum áhrifum frá íslenskum þjóðsögum þar sem náttúruöflin gegna iðulega afdrifaríku hlutverki. Ástríðan rennur í stríðum straumum og nær jafnvel út yfir gröf og dauða líkt og í Djáknanum á Myrká; einhverri hrikalegustu hrollvekju íslenskra þjóðsagna.

Já, það er ekki allt séð í þessu margslungna og myrka ráða-bruggi. Brögðóttir svipir súkkulaðis, kaffis og lakkríss sveima yfir bragðtaugunum, sæta færis og grípa svo dauðahaldi. Í þetta sinn sleppa þeir ekki takinu.


IBU: 45
Plato: 24.3
Humlar: Magnum, Perle.
Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, maltaður rúgur, sykur, humlar og ger.


  • Rate Beer 2015: Best Beer in Iceland
  • Beer Advocate 2015: 98/100
  • European Beer Star 2014: Imperial Stout
  • Global Craft Beer Award 2014: Imperial Stout
  • World Beer Awards 2014: Europe – Imperial Stout