NR. 19.1 GARÚN
12.5% ALC./VOL.
ICELANDIC STOUT
Til að fagna velgengni Garúnar Nr. 19 hérlendis og erlendis ákváðum við að skella í viðhafnarútgáfu af þessum Imperial Stout.
Garún Nr. 19.1 hefur fengið að þroskast í koníakstunnu í 10 mánuði og afraksturinn er unaðslega mjúkur og þokkafullur bjór. Enn eru það brögðóttir svipir súkkulaðis, kaffis og lakkríss sem sveima yfir bragðlaukunum og sæta færis, en nú hafa höfugir en sætir tónar eikar og vanillu bæst við.
IBU: 35.7
PLATO: 24.8
Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, maltaður rúgur, sykur, humlar og ger.
Bjórinn hefur verið þroskaður í koníakstunnu í 10 mánuði.