NR. 2 AUSTUR

4.3% ALC./VOL.

BRÚNÖL

Austur brúnöl er mildöl sem á rætur sínar að rekja til Bretlands og náði þar miklum vinsældum á millistríðsárunum. Brúnöl hentar sérstaklega vel með steikum. Mildöl hefur frískandi og ferskt bragð. Einkennandi bragð bjórsins er malt en karamellutónar eru sterkir. Að auki vottar fyrir döðlum, lakkrís og rúsínum ásamt mjúkum ristuðum keimi. Til að vega upp á móti sæta bragðinu er mátulega mikil beiskja fengin úr Fuggles humlum sem voru fyrst ræktaðir af Hr. Richard Fuggles árið 1875.