NR. 20 TERESA

5.5% ALC./VOL.

INDIA RED LAGER

Helstu karaktereinkenni Teresu eru suðrænir ávextir; mangó, ferskja, ástaraldin og blóðappelsína. Þá má einnig greina sætt og smjörkennt karamellukex í bakgrunninum sem vex og dafnar í eftirbragði. Teresa er þurrhumluð með Polaris, glænýjum og spennandi þýskum humli, í bland við sérvalda ameríska humla. Bjórinn er djúprauður lagerbjór, kald- og undirgerjaður sem rímar vel við hina djúpvitru Teresu sem var (og er) eiginmanni sínum alls enginn eftirbátur.

Brúðkaupsveisla Lúðvíks I krónprins af Bæjaralandi og Teresu Karlottu árið 1810 er jafnan kölluð fyrsta Októberhátíðin. Það verður seint sagt að Lúðvík hafi verið eiginkonu sinni trúr, en aðdáunar og tryggðar þegna sinna naut hún alla sína drottningartíð enda kom það í hennar hlut að stjórna konungsveldinu þegar Lúðvík hélt í „embættisferðir“. Teresa er eins og drottningin, höfðingleg og hörð í horn að taka.