NR. 21 STÚFUR

2.26% ALC./VOL.

HÁTÍÐARÖL

Stúfur heitir sá þriðji, sveinn mikilla andstæðna. Lágur í vexti en rándýr í rekstri. Stúfur kemur taðreyktur til byggða en ilm og bragð af einiberjarunna sem hann flæktist í daglangt, má auðveldlega nema. Það var líka þá sem hann dró fram piparkökurnar og brytjaði ofan í sig svo að mylsnan gustar enn af honum.

Stúfur er afburðagott öl með jólamatnum og ekki síðri á milli mála yfir hátíðarnar. Áfengisprósentan er aðeins 0.01% hærri en viðmiðunarprósenta sem aðskilur léttöl frá sterku öli en þrátt fyrir það er um mjög bragðmikinn og margslunginn bjór að ræða.

Stúfur hét sá þriðji,
stubburinn sá.
Hann krækti sér í pönnu,
þegar kostur var á.

Hann hljóp með hana í burtu
og hirti agnirnar,
sem brunnu stundum fastar
við barminn hér og þar.

Jóhannes úr Kötlum