NR. 23 SURTUR
10% ALC./VOL.
IMPERIAL STOUT
Helhumlaður og á harðaspretti ríður Surtur til Miðgarðs. Í ár gustar af honum sætbeiskur en kraftmikill keimur af greipaldini, súkkulaði, kaffi og lofnarblómum sem rakinn verður til blöndu af slóvenskum og bandarískum humlum sem hann hefur sogið í sig af eldmóði frá síðasta vetri.
Að venju reiðir Surtur til höggs á þorra, en að þessu sinni svo hátt að eftirbragðið ætti að vara langt fram á góu.
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata,
en gífur rata,
troða halir helveg
en himinn klofnar.
- úr Völuspá