NR. 24 JESÚS

7% ALC./VOL.

LJÓSÖL

Færa má rök fyrir því að páskabjór Borgar í ár eigi sér tæplega 2000 ára langa forsögu. Töluvert reyndi á fórnarlund og trúfestu bruggmeistaranna enda var allt kapp lagt á að finna hið himneska jafnvægi milli allra hráefna í þessu ávaxtaríka en þurra ljósöli.

Keimur af kakóbaunum frá Madagaskar sem Omnom handverkssúkkulaðigerðin á Seltjarnarnesi ristaði og muldi situr syndsamlega lengi eftir, en það er eikarþroskunin sem gefur Jesú áhugaverða dýpt sem vert er að lofsyngja sérstaklega.