NR. 25 SÓLVEIG
6% ALC./VOL.
HVEITIBJÓR
Sólveig er er ærslafullt og uppátækjasamt sumarbarn. Dálítið ofvernduð en umfram allt elskuð enda ljósgeislinn sem bregður birtu á allt heimilislífið.
Sérstakt ger er notað við bruggunina sem gefur Sólveigu ljúfa og fjörlega bragð- og lyktarundirstöðu þar sem glampar helst á banana og negul en einnig glittir í mangó, ástaraldin, greipaldin og fleiri safaríka og suðræna ávexti. Sólveig er þurrhumluð með amerískum eðalhumlum sem stíga skemmtilega í vænginn við gerið svo úr verður frísklegur og svalandi ferskur sólskinsbjór.
Söngur Sólveigar
Það má líða vetur og vor, sem ég bíð,
hver veit, enda sumrið, já ársins tíð.
En eitt sinn þú kemur, það er sem ég veit;
ég uni og bíð. Það var mitt síðasta heit.
Guðs kraftur sé með þér, hvar sem þú fer,
guð kæti þig, nær sem þig að fótskör hans ber.
Ég bíð þess hér, þú komir heim eitt sinn.
Við hittumst hjá guði, bíðir þú þar,
vinur minn.
– Úr Pétri Gaut. Þýð. Einar Ben
IBU: 53
Plato: 15
Humlar: Amerísk humlablanda.
Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, maltað hveiti, humlar og ger. Ósíaður.
World Beer Awards 2015: Europe’s best strong wheat beer