NR. 26 FENRIR

6% ALC./VOL.

TAÐREYKTUR IPA

Fenrir er þriðji bjórinn í ört stækkandi úlfahjörð Borgar. Um er að ræða flokk India Pale Ale (IPA) bjóra sem eiga upphaf sitt að rekja til miðrar 18. aldar þegar flutningur á bjór milli heimsálfa krafðist aukins geymsluþols og þar af leiðandi aukins magns af alkóhóli og humlum.

Einkenni Fenris eru kraftmikið bragð og beiskja sem vega hárfínt salt á móti sætu greipaldins og annarra sítrusávaxta. Undir ósar taðreykt maltið. Útkoman er ýlfrandi góður bjór.

„Það er eitt mark um djarfleik [Týs], þá er æsir lokkuðu Fenrisúlf til þess að leggja fjöturinn á hann, Gleypni, þá trúði hann þeim eigi að þeir myndu leysa hann fyrr en þeir lögðu honum að veði hönd Týs í munn úlfsins. En þá er æsir vildu eigi leysa hann þá beit hann höndina af þar er nú heitir úlfliður, og er hann einhendur og ekki kallaður sættir manna.“

– Snorra-Edda