
NR. 27 GRÉTA
7.3% ALC./VOL.
BALTIC PORTER
Gréta er hörð í horn að taka enda ekki heiglum hent að samræma fjórar korntegundir; maltað bygg, maltað hveiti, maltaðan rúg og hafra í einum og sama bjórnum. Útkoman er ævintýri líkust: bragðmikill en sætur bjór þar sem súkkulaði, lakkrís og toffí mynda klassískt leiðarstef.
Gréta er fyrsti Baltic Porter bjórinn sem bruggmeistarar Borgar senda frá sér, en í þessum bjórstíl koma heim og saman ólíkar brugghefðir Austur-Evrópu og Bretlandseyja í dökkum en sætum bjór.
Baltic Porter bjórar féllu að mestu í gleymskunnar dá á Vesturlöndum eftir seinni heimsstyrjöld, en við lok kalda stríðsins og við fall járntjaldsins seint á síðustu öld hófu örbrugghús á Vesturlöndum að framleiða bjórinn aftur.
European Beer Bronze Star 2016
Brusseles Beer Challenge 2016: Certificate of Excellence