NR. 28 ÞVÖRUSLEIKIR

7% ALC./VOL.

RAUÐÖL

Maður kemur sko ekki að tómum pokanum hjá Þvörusleiki. Í þessu ilmandi góða rauðöli hefur hnossgæti verið troðið í öll horn og gott betur. Ristað malt, eikarþvörur og dýrindishumlar þar sem jólaandi mangós og ferskja svífur yfir vötnum. Hátíðlegra verður það ekki!


Sá fjórði, Þvörusleikir
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

– Jóhannes úr Kötlum