NR. 30 SURTUR

9% ALC./VOL.

IMPERIAL STOUT

Surtur kemur að vanda úr suðri og kveikir elda hvar sem hann fer. Hann bíður átekta, safnar kröftum og þroskast. Geymdur en aldrei gleymdur. 

Þorrabjórinn 2015 er svo sannarlega rammur að afli og það finnst bæði í lykt og bragði. Bjórinn inniheldur taðreykt malt og það er eins og maður sé lifandi kominn í fjögurra stjörnu útihús þegar maður ilmar af þykkri froðunni. Einnig má nema ilm af leðri og dökka súkkulaðitóna.

Bjórinn þroskast vel á dimmum og svölum stað fram að ragnarökum.


Innihald: Vatn, maltað bygg, taðreykt maltað bygg, maltaður rúgur, sykur, humlar, ger.


  • European Beer Star Awards 2016
  • Europe’s best strong smoke beer 2015