NR. 30.1 SURTUR (2016)

11% ALC./VOL.

IMPERIAL STOUT

Ef þú helltir bikar þinn fullan af myrkri myndi það ábyggilega bragðast eins og Surtur 30.1. Bjórinn inniheldur sem fyrr taðreykt malt, en einnig má greina lykt af leðri og bragð af hyldökku, beisku súkkulaði sem hefur sogið í sig kúmen jafn lengi og það tók jörðina að fara heilan hring um sólu.

Bjórinn er ósíaður og þroskast virðulega á dimmum og svölum stað fram að ragnarökum.