NR. 33 FREKI
5.5% ALC./VOL.
BRETT IPA
Freki er merkilegur fyrir þær sakir að hann er að öllu leyti gerjaður með villigerinu Brettanomyces (brett). Gerið færir bjórnum afgerandi einkenni sem er jafnan lýst sem „fönkí“ og er vinsælt meðal fjölmargra bjóráhugamanna. Páskabjór Borgar Þorlákur Nr. 31 sem kom út fyrr á þessu ári var einnig villigerjaður með brett-geri, en þó aðeins að hluta á móti saison-ölgeri. Freki er því fyrsti bjórinn sem er eingöngu villigerjaður og einstakur sem slíkur í íslenskri bjórsögu.
Að öðru leyti er Freki í amerískum IPA-stíl; þurrhumlaður, ferskur og ríkur af áxaxtatónum sem njóta sín einstaklega vel með fönkinu.
Líkt og með aðra IPA-bjóra Borgar er bjórinn kenndur við úlf, en í Snorra-Eddu er Freki annar af tveimur úlfum Óðins sem ferðast um víða veröld og safna fréttum fyrir húsbónda sinn í skiptum fyrir mat hans. Það kemur þó ekki að sök því Óðinn nærist eingöngu á miði.
IBU: 42
Plato: 11
Humlar: Chinook, Centennial, Bravo, Cascade, Apollo, Perle.
Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, maltað hveiti, humlar og Brettanomyces bruxellensis ger.