NR. 35 BRÍÓ BRÍÓ

9.6% ALC./VOL.

IMPERIAL PILSNER

Það er gott að vera Bríó og dásamlegt að vera Bríó Bríó. Þessi Imperial Pilsner á sinn fagurgyllta lit léttristuðu malti frá Plzeň í Bæheimi að þakka, en það er hinsvegar margfaldur skammtur af hinum ilmríku og bragðgóðu konungshumlum frá Bæjaralandi sem færir Bríó Bríó sína einstaklega kraftmiklu skapgerð.

Í þessum einstaklega humlaða pilsner er heill hellingur af bjór, bragðbættur með lífsins lystisemdum.


IBU: 65
Plato: 22
Humlar: Mittelfrüh, Magnum.
Innihald: Vatn, maltað bygg, humlar, sykur og ger.