NR. 36 POTTASKEFILL

6.2% ALC./VOL.

BRÚNÖL

Pottaskefill er brúnöl, ríkulega humlað með breskum Fuggles humlum sem mynda grösuga tóna í bland við ilm af viði og blómum. Í bland við hátíðlegan humlakarakterinn sér maltúrvalið svo um að færa ölinu indælis ilm og bragð af toffíi og súkkulaði.

Pottaskefill hentar fullkomlega með rjúpu, gæs eða annarri villibráð en ekki síður með hangikjötinu og hamborgarhryggnum.


IBU: 40
Plato: 14.2
Humlar: Fuggles, Magnum.
Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, humlar og ger.
Annað: Bjórinn er ógerilsneyddur, grófsíaður og er best geymdur á dimmum og svölum stað.