NR. 37 FJALAR

9.6% ALC./VOL.

MJÖÐUR

Mjöðurinn er kolsýrður og kristaltær. Hunangið er danskt repjuhunang og með góðum vilja má greina myntu og ögn af vanillu í nefi þó Fjalar sé með öllu ókryddaður. Það er svo eikarlögnin sem færir Fjalari einstaka viðar- og jarðartóna. Sætur en þurr á tungu.

Í Skáldskaparmálum segir að með sköpun Kvasis hafi friðstefna ása og vana verið innsigluð. Kvasir var svo vitur að enginn spurði hann þeirra hluta er eigi kunni hann úrlausn. Kvasir fór víða um heim að kenna mönnum fræði, og þá er hann kom að heimboði til dverga nokkurra, Fjalars og Galars, þá kölluðu þeir hann með sér á einmæli og drápu. Létu þeir blóð hans renna í tvö ker og einn ketil og blönduðu hunangi. Varð þar úr mjöður sá er hver af drekkur verður skáld eða fræðimaður.