NR. 38 SURTUR

10.8% ALC./VOL.

IMPERIAL STOUT

Það eru allir mjúkir inn við bein. Líka eldjötnar eins og Surtur. Þó enn kraumi undir hnausþykkri froðunni bragð af eldristuðu korni, brenndum sykri og lakkrís má nú einnig greina kakó, ljóst súkkulaði og vanillusætu sem eykur enn á fyllinguna og silkimjúka áferðina.

Bjórinn er ósíaður og þroskast virðulega á dimmum og svölum stað fram að ragnarökum.


IBU: 40
Plato: 24.4
Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, maltað hveiti, maltaður rúgur, sykur, humlar, vanilla og ger.