NR. 4 BJARTUR

5% ALC./VOL.

BLOND BJÓR

Borg fer ekki troðnar slóðir frekar en fyrri daginn. Undirgerjað ger er notað en þó er gerjunarhitinn hærri en gengur og gerist. Það skilar sér í skemmtilegu ávaxtaríku bragði og lykt sem humlar frá Styriu í Norðaustur-Slóveníu bæta enn frekar.

Bjartur kemur svo sannarlega á óvart. Hann er auðdrekkanlegur en um leið áhugaverður án þess þó að vera ágengur eða yfirþyrmandi.