NR. 53 RUMPUTUSKI

4.6% alc./vol.

INDIA PALE LAGER

Rumputuski er líklega stærsti dvergur í heimi; Grimms-ævintýralegur bragðarefur sem spinnur glóand og glitrandi gersemar úr möltuðu byggi og hveiti. Lúmskasta leynivopnið er samt lagergerið sem rumpar lygilegum ofurkröftum úr fjórum mismunandi tilraunayrkjum af humlum frá Barth-Haas til að tuska munnholið ærlega til. Þessi fjarstæðukenndi púki er svo slunginn og magnaður að þú gleymir aldrei hvað hann heitir.


OG: 12.8°P
Litur: 16 EBC
IBU: 40
Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, maltað hveiti, hafrar, humlar og ger.