Nr. 57 BARABBAS

7% alc./vol.

DUBBEL

Syndaselur er hann og dökkur yfirlitum, með vasa fulla af illa fengnum ávöxtum, vinsælli en sjálfur Jesús frá Nasaret. Hvor þeirra skyldi fá að ganga frjáls? Fólkið valdi Barabbas, þorparann sem sjarmeraði þau upp úr skónum með lævísum keim af banönum, plómum og rúsínum.

Dubbel-bjórar eru sterkir, dökkir bjórar sem eiga uppruna sinn að rekja til belgískra munkaklaustra, en þar eru þeir bruggaðir enn þann dag í dag.


Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, sykur, humlar og ger.