NR. 6 SKÓGARPÚKI

4.5% ALC./VOL.

ÍSLENSKUR LAGER

Skógarpúki var sérlagaður fyrir landsfund kornræktarbænda 2010 að ósk Haraldar Magnússonar í Belgsholti sem ræktar korn fyrir Ölgerðina.

Bjórinn er gerður úr íslensku byggi eingöngu auk humla. Bjórinn sjálfur er ljós og aðgengilegur, mildur í biturleika en humlaður með spalthumlum seint í suðunni sem gefa honum skemmtilegan ilm. Vegna þess að byggið er ómaltað hefur það aðeins verið þurrkað við vægan hita og gefur því frá sér lítinn lit og er frekar hlutlaust í bragði.

Kannski má segja að skógarpúki sé nýr stíll, þ.e.a.s. íslenskur lager.