NR. 7 STEKKJARSTAUR

5.7% ALC./VOL.

BRÚNÖL

Stekkjarstaur er fyrsti jólabjór Borgar Brugghúss. Rauðleitt brúnöl sem bruggað er úr pale ale-, karamellu- og súkkulaðimalti, auk kandíssykurs og hafra. Hann hefur kryddaðan og ávaxtaríkan ilm og góða fyllingu. Stekkjarstaur er sérhannaður til að passa með jólamatnum, hvort sem það er hangikjötið eða hamborgarhryggurinn. Hann er einnig á heimavelli með hvít- og blámygluostum og hörðum ostum líkt og vel þroskuðum gruyere.