NR. 8 SURTUR

12% ALC./VOL.

IMPERIAL STOUT

Surtur er þykkt og þolgott öl, dekkri en sjálft Ginnungagap. Undir þykkri froðunni kraumar bragðið af eldristuðu korni og brenndum sykri í anda Eddukvæðanna, í bland við dökkt súkkulaði, rammsterkt kaffi og lakkrístóna. Nafn bjórsins er sótt í Völuspá, en þar er sagt frá Surti, hinum illa þursi, sem fer með brugnum brandi um heiminn við Ragnarök.

Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata,
en gífur rata,
troða halir helveg
en himinn klofnar.

– úr Völuspá