NR. 8.2 SURTUR

14.5% ALC./VOL.

IMPERIAL STOUT

Surtur er þykkt og þolgott öl og undir þykkri froðunni kraumar bragð af eldristuðu korni, brenndum sykri, rammsterku kaffi, dökku súkkulaði og lakkrís.

Rúsínan í pylsuendanum er svo fengin með því að leyfa bjórnum að þroskast í búrbontunnu sem færir honum dúnmjúka áferð, sæta en fágaða vanillutóna og ilm af þéttri eik.

Bjórinn þroskast virðulega á dimmum og svölum stað fram að ragnarökum.