NR. 96 HELGA

<0.5% alc./vol.

RASPBERRY SOUR

Áfengislaus Helga er mætt til að slökkva þorsta Íslendinga eins mjúklega og framast er unnt með fersku ávaxtaríku bragði úr ekta hindberjum.

Eins og allt sem kemur frá Borg Brugghúsi er Helga mikið gæðablóð og hún sko ekki týpan sem gerir upp á milli fólks, frekar en nafna hennar í Smjattpöttunum. Hún tekur öllum jafn ljúflega - með sömu áfengisprósentu og nýtínd askja af hindberjum. Helga er litríkasti ávöxturinn á sístækkandi tré áfengislausra bjóra og nýtur sín alveg sérstaklega vel á sumrin, vel kæld og svalandi.