NR. C1 2-14

6.5% alc./vol.

WHITE STOUT

Hvítur stout sem bragðast eins og dökkur bjór! Svona perlur verða aðeins til þegar blóð, sviti og tár eru lögð í þróunina. Borg Brugghús efndi til samstarfs við kollegana í Nørrebro Bryghus í Danmörku og í framhaldinu voru tveir bjórar bruggaðir, sá fyrri á Íslandi en hinn í Kaupmannahöfn. Nöfn bjóranna eru sótt í einn frægasta knattspyrnuleik Íslandssögunnar, stórtap Íslendinga fyrir Dönum árið 1967. Sá íslenski fékk nafnið 2-14 en sá danski 14-2.

Þessi óvenjulegi hvíti stout er kryddaður með kaffi, kakónibbum, móreyktu malti, stjörnuanís og bourbon-vanillustöngum.