NR. C12 BF2018

7.6% alc./vol.

ÁRAMÓTABJÓR (NEW ENGLAND IPA)

BF2018, eða Best fyrir 2018, er svokallað New England India Pale Ale sem hefur mýkri karakter en IPA-bjórarnir sem flestir þekkja. Ölið er skýjað og ferskt með áberandi ávaxtatónum, og nafnið er ekkert grín því BF2018 geymist ekki nema í þrjár vikur eftir átöppun.

BF2018 er áramótabjór Borgar 2018, bruggaður í samstarfi við The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Myndina teiknaði Perla Kristins.


Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, maltað hveiti, hafrar, humlar og ger.