NR. C3 FJÓLUBLÁA HÖNDIN

5.6% alc./vol.

SAISON

Fjólubláa höndin er einstök í íslenskri bjórsögu. Hálft tonn af norðlenskum og austfirskum bláberjum var notað til að brugga bjórinn í samstarfi við hið virta brugghús Arizona Wilderness Brewing Co. Einnig var lítils háttar af íslensku blóðbergi bætt út í bjórinn og hann svo látinn gerjast með Brettanomyces geri og að lokum léttsýrður.

Myndin sem prýðir flöskuna er teiknuð af Gylfa Þór Sigurbjörnssyni, bruggara hjá Ölgerðinni.