NR. C21 BÓBÓ FER Í BÆJARFERÐ

5.2% alc./vol.

SÚRBJÓR

Borg brugghús og Ölverk kynna Bóbó til sögunnar. Þessi góðkunningi er eftirlýstur víða um land eftir að hafa skellt í sig vænum skammti af skyri og brotist út úr búrinu í Eden. Þú þekkir hann á granateplunum og sítrónunum sem hann hafði á brott með sér!

Hrund Guðmundsdóttir náði „mugshot“ af gárunganum á hlaupum.