NR. C2 SMUGAN

10.6% alc./vol.

WHEAT WINE

Besta leiðin til að grafa stríðsöxina í flóknum deilumálum er að vera með göróttan drykk við samningaborðið. Samstarfið við norska brugghúsið 7 Fjell gekk því eins og í sögu þó að nafn bjórsins vísi í einar harðvítugustu milliríkjadeilur Íslands á síðustu öld. 

Smugan er svokallað hveitivín eða wheat wine, sterkt öl sem inniheldur mikið af hveitimalti. Styrkleiki Smugunnar er 10% og líkt og deilurnar um Smuguna er bragðið flókið. Það má þó ekki síst rekja til óvenjulegra innihaldsefna eins og norskra einiberja, kaffírlímónulaufa og harðfisks.