NR. C4 AYCAYIA

6.4% alc./vol.

INDIA PALE ALE

Suðrænn og tælandi samstarfsbjór Borgar og Cigar City Brewing í Tampa, Flórída. Samstarfið átti sér langan aðdraganda og nálægð borganna tveggja við hafið leiddi til þess að sóttur var innblástur til goðsagnavera sem búa í hafinu. Aycayia er nafn karabískrar hafmeyju sem er holdgervingur syndar og fegurðar, þekkt fyrir að ræna menn frjálsum vilja sínum.

Við bruggunina voru notaðar heilar átta gerðir af humlum, meðal annars Citra, Mosaic, El Dorado og Bavarian Mandarin. Humlarnir gefa þessum rafgullna bjór sterkan keim af suðrænum ávöxtum, svo sem blóðappelsínum, mangó og papaja, í flóknu samspili beiskju og blóma. Langt og seiðandi eftirbragð sannar að Aycayia stendur undir nafni.

Myndin sem prýðir flöskuna er teiknuð af Garðari Péturssyni.