NR. C5 VÍNLAND

5.6% alc./vol.

AUTUMN SOUR SAISON

Íslenskur haustbjór sem bruggaður var til heiðurs Leifi heppna í samstarfi við hið virta kanadíska brugghús Four Winds. Vínland var gerjaður með húsgeri Four Winds, saccharomyces bruxellensis trois, sem gefur ávaxtaríka tóna. Auk þess var notast við mjólkursýrugerilinn lactobaccilus sem gerir bjórinn örlítið súran. Íslensk aðalbláber og krækiberjasaft gefa Vínlandi síðan þetta haustlega og íslenska yfirbragð.