NR. C6 BLEIKI FÍLLINN

6% alc./vol.

ÁRAMÓTABJÓR

Bleiki fíllinn er áramótabjór í belgískum IPA-stíl, kryddaður með paradísarkornum og hibiscus, auk þess sem í hann eru settar rauðrófur sem skila sér í fagurbleiku áramótadressi. Þægilega beiskur, með sætum ávaxtablæ og undirliggjandi jarðartónum.

Bleiki fíllinn er samstarfsverkefni Borgar og örbrugghússins Gæðings í Skagafirði og vísar í hið þekkta brugghús Delirium Tremens sem notast einmitt við paradísarkorn og teflir fram bleikum fíl á umbúðum sínum. Delirium tremens eru ofsjónir sem geta komið fyrir við ofneyslu áfengis og bleikir fílar eru táknmynd þessara ofsjóna.

Í þessu tilfelli er Bleiki fíllinn settur fram sem forvarnarmiðuð skírskotun fyrir hin árlegu tímamót þar sem áfengi er gjarnan haft við hönd. Borg og Gæðingur vilja minna á að neyslu áfengis fylgir áhætta og þeim tilfellum sem farið er yfir strikið fylgja afleiðingar. Því ætti að gæta hófs og tryggja þannig jákvætt upphaf á komandi ári fyrir sem flesta.

Myndina sem skreytir flöskuna teiknaði Hugleikur Dagsson.