NR. C7 LÓAN

8.7% alc./vol.

NEW NORDIC DIPA

Lóan kom snemma vorið 2017, en hún lenti á Íslandi á degi bjórsins þann 1. mars. Þessi þurrhumlaði Double IPA var bruggaður í samstarfi við norska brugghúsið Bådin og til þess voru notaðir humlarnir Mosaic, El Dorado og Galaxy. 

Bragðmikil en á sama tíma blíð. Lóan staldrar jafnan stutt við og því er nauðsynlegt að neyta hennar á meðan hún er enn fersk. 

Listakonan Sunna Ben teiknaði lóuna sem prýðir flöskuna.