NR. 50 ÚLFUR ÚLFUR ÚLFUR

11% ALC./VOL.

TRIPLE IPA

Það þekkja flestir IPA, India Pale Ale, ríkt af humlum og ekki sjaldan með frískandi sítruskeim. Einhverjir ættu svo að kannast við Double IPA, bruggað með enn meira magni af humlum og malti.

En hvað gerist þegar bruggaður er Triple IPA? Svarið er einfalt: meira af öllu. Meiri humlar, meira bygg, meiri bjór. Bitrari, sterkari, ákafari, öflugri.

Þetta ævintýralega villidýr er bruggað úr Citra og El Dorado humlum og er með ljósa og örlítið skýjaða ásýnd.

Ef þú opnar ginið fyrir Úlfi Úlfi Úlfi ættir þú þó að finna að enn örlar á fínlegum keim í ilm og bragði.