NR.32 LEIFUR

6.8% ALC./VOL.

NORDIC SAISON

Í Leifi leika um nasir suðrænir tónar sítrusaldins í bland við mulinn pipar, en í munni er það beitilyngið og blóðbergið sem í bland við belgíska gerið og humlana töfra fram grösuga tóna og þurra en þétta áferð.

Leifur er annar bjór Borgar í svokölluðum saison/farmhouse-stíl, sem er klassískur bjórstíll upprunninn í sveitum frönskumælandi hluta Belgíu. Bjórinn var iðulega bruggaður á bóndabæjum yfir vetrarmánuðina þegar minna var af útiverkunum en drukkinn á sumrin, sem útskýrir heitið á stílnum.

Í dag eru saison-bjórar yfirleitt í kringum 7%, en líklegt er að þeir hafi í fyrstu ekki verið sterkari en 3,5% enda var hverjum vinnumanni úthlutað um 5 lítrum á dag.


IBU: 25
Plato: 13.6
Humlar: Cascade, Perle.
Krydd: Lífrænt beitilyng (e. Heather) og blóðberg (e. Arctic Thyme).
Innihaldsefni: Vatn, maltað bygg, humlar, beitilyng, blóðberg og ger.