NR. C13 KALSARIKÄNNIT

7.5% alc./vol.

SOUR ALE

Kalsarikännit er fersk og ávaxtarík útfærsla af einni glæstustu arfleifð Finna: Að hrynja í það heima á nærbuxunum, ástúðlega unnin í samstarfi við vini okkar hjá Panimo Hiisi brugghúsinu í Jyväskylä í Finnlandi. Páll Ívan frá Eiðum brá þessari skemmtilegu lausn á myndmálinu.
Kalsarikännit rís úr súru djúpi pH-skalans og hremmir í þér tunguna með hvössum klóm úr apríkósum, ferskjum, súraldini og stilkilsberjum. Já, þessi bragðlýsing á að vera súr.

Innihald: Vatn, maltað bygg, ástríðuávöxtur, ferskjur, maltað hveiti, humlar og ger.