TILRAUNIR

Nr. T31 EKKERTSTRESS
3.9% alc./vol.
KVEIK
Búðu þig undir að æða um gólfið eins og ljón með þessum fríska og fjöruga Kveik. Við erum á safaríku tali, bæði um aldin litkatrésins og ástríðunnar þannig að: Verið þið hress. Ekkert stress. Bless!

NR. T30 SUDOKU
5.0% alc./vol.
RICE LAGER
Styrian Golding humlar tryggja að hvort sem þú drekkur þennan Rice Lager lóðrétt eða lárétt þá er útkoman alltaf Sudoku. Skál!

NR. T29 TVÖFALDURHEMMI
5.1% alc./vol.
PALE ALE

NR. T28 HAKKOGSPAGHETTÍ
4.9% alc./vol.
SESSION IPA
Idaho 7 og Mosaic humlar láta allt slæda í ferskum og svalandi performans með pappírskórónu. Bjór, ertu að grínast?

NR. T27 RYÐGAÐUR ÖNGULL
4.4% alc./vol.
CHERRY SOUR
Hér birtist erótísk ástarsaga um kirsuber og kardimommur sem eru nýfluttar á mölina - svo súr að þetta verður instant költ-klassík.

Nr. T26 SINNINGURÍBARÐINU
4.2% alc./vol.
PEACH SOUR
Skildu bílinn eftir og gakktu inn í súra hosiló með kandís í krús. Hafðu þína hentisemi við telefóninn og þakkaðu algóðum drottni fyrir búsílag og þá yndislegu hnoðninga sem þér eru veittir.

NR. T25 KYSSTUMIG
4.4% alc./vol.
CHERRY & VANILLA SOUR
Gott veður, ekki satt? Settu nú hökuna niður. Tunguna svona út. Slaaaka. Slaaaka. Rólegheit. Slaaaaka. Alveg slaaaaka. Slaaaka. Og kysstu mig!

NR. T24 ÍSKÁPNUMVINSTRAMEGIN
4.2% alc./vol.
COCOS & LEMON SOUR
Þegar niðustaðan er meistarastykki skiptir bakgrunnurinn kannski ekki máli. Ég er eins og ég er.

NR. T23 MIBILÁBILIBILÁBILIBA
4.4% alc./vol.
KVEIK
Hvernig líður þér eftir þessa frábæru og ávaxtaríku frammistöðu með nýju Pekko humlunum og norska kveik-gerinu?

NR. T22 NÚ MEIKARÐU ÞAÐ
4.6% alc./vol.
PILS
Klassískur Tékki. Þótt hann komi á gömlum fólksvagni og gráum dalli er trúin á framtíðina óbilandi.

NR. T21 LAZERKETTIR
5.2% alc./vol.
PALE ALE
Laktósi, Citra, Cascade og Cashmere humlar. Mjá takk. Þessi er svo mjúkur að þú átt eftir að elta hann eins og köttur eltir lazer.

NR. T20 VINDURINN SEM ÞÝTUR
8% alc./vol.
DOUBLE IPA
Það lendir enginn í safaríku ástarævintýri einn. Þess vegna er Ástarævintýri ekki einfaldur heldur double IPA með Galaxy humlum. Útkoman er bjór sem í villtum dansi fer yfir vegleysur og hafsjó. Ber þig hvert á land sem er.

NR. T19 TJILLA MEÐ ÞÉR
6.2% alc./vol.
INDIA PALE ALE
Ég var uppi á safni að pæla í nafni á þennan bjór með Citra og Pekko humlum.Þá birtist þú bara og ég gleymdi að fara. Þetta er svo spes, með þér ég les.

Nr. T18 FARINN AÐ LAKTÓSA
5.3% alc./vol.
RASPBERRY SOUR
Súr hindber. Eigum við að ræða það eitthvað? Nú veistu hvað á að gera við starfsmannasjóðinn.

NR. T17 PATREKUR
4% alc./vol.
NITRO STOUT
Hér kemur hann, kaþólskari en páfinn. Patrekur ryðst inn á sviðið nítrópússaður og svartari en sjálf heimsmeta- bókin, en samt léttur og ljúffengur í heilagleik sínum.

NR. T16 ÍVAR GUÐMUNDS SÍGÓ
4.5% alc./vol.
PALE ALE
Þekkist á lyktinni. Í fyrsta skipti á Íslandi geturðu nú þefað uppi þennan einstaka Centennial humlahnulla.

NR. T15 PARADÍSARFUGLINN
5.2% alc./vol.
PALE ALE
Pale Ale, Pekko humlar og íslenska bygg-yrkið Kría sem var sérstaklega maltað hjá Bonsak Gårdsmalteri í Noregi. Nú væri gott að vera með risagervinýru með vasa.

NR: T14 NAUTNAFANS
7.8% alc./vol.
DIPA
Bjóðum ráðamenn og aðra menn velkomna í trylltan spillingardans með DIPA bjór andskotans.

NR. T13 SKYLD’AÐVERASTÓLAHLJÓÐ
5.2% alc./vol
PALE ALE
Ýttu á rec ef þú rekst á humlaflokksbræðurna El Dorado og Mosaic á barnum. Hann er sko ekki dónalegur á aðventunni þessi.

NR. T12 KAPPI
6.5% alc./vol
KAKÓ PORTER
Súkkulaðihismi frá Omnom og vanilla – því það kallar á ósvikinn kattarslag.

NR: T11 HNALLÞÓRA
10.9% alc./vol.
PASTRY STOUT
Hnallþóra er sætasta heimasætan eftir að hafa fengið sér svo mikið af gúmmúlaði-vínarbrauði frá Brauð & co að hún angar af kanil, kardimommum, súkkulaði, kaffi og meððí.

NR. T10 DÚFNAHÓLAR
4.2% alc./vol.
RASPBERRY SOUR
Þú verður að segja öllum hvar þetta súrsæta partý er. Annars gætirðu forskalast.

NR. T9 KLÓI
6.6% alc./vol.
KÓKÓ PORTER
Með súkkulaðihismi frá Omnom – því það er nammidagur.

NR. T8 SULTUSLÖK NUNNA
6.5% alc./vol.
IPA
Svalandi ávaxtakeimur, hafrar, Simcoe og Cashmere humlar. Þegar botni er náð þefaðu þá uppi annan og þú kemst á blússandi siglingu. Enda veit hver heilvita raftur að nunnur finnast ekki á hverju strái.

NR. T7 SVEITASNAKK
6.5% alc./vol.
Farmhouse IPA
Farðu út úr bænum hvað þetta er hreinræktuð og ávaxtarík jarðtenging með Citra, Simcoe og Goldings humlum.

NR. T6 ÁST Á PÖBBNUM
7.1% alc./vol.
Double IPA
Óvænt stefnumót suðrænna ávaxta við vímaðan skugga í icy spicy horni á pöbbnum.
Eggjandi sítrussæla syngur um blóð og bragðlauka þegar þú slokrar niður mósaík skyndikynnum.

NR. T5 ÁSTARDÚETT
8.4% alc./vol.
Fruit Pale Ale
Samband mangós og ástaraldins er frá öllum hliðum séð stórfínt. Og þú verður andvanda, magnvana og máttvana, en ekki endilega í þessari röð.

NR. T4 STRAX Í DAG
8% alc./vol.
DOUBLE IPA
Kagginn er tilbúinn eftir að hafa verið humlaður í drasl með Vic Secret, Citra og Mosaic. Síðan smurður með laktósa til að ger’ann sætan.

NR. T3 PARTÍÞOKAN
7.5% alc./vol.
DOUBLE IPA
Leiðin í þetta geggjaða sítrus, mangó og suðræna ávaxtapartí liggur gegnum mjúkt og maltað hveitimistur.

NR. T2 BAKHLIÐÁKODDA
8.5 alc./vol.
LACTOSE DIPA

NR. T1 SKÝJABORGIN
6.6% alc./vol.
NE IPA
Foldin er fögur og sólin skín gegnum skýjaðan suðrænan Simcoe og Idaho 7 ávaxtakeim.