SAMSTARFSVERKEFNI

Skoða

Nr. C38 Refur

7.5% alc./vol.

ÍSBJÓR

Í ár bjóðum við þér í sérstakan áramótaísbíltúr í samstarfi við Böl brugghús sem endar með súrrandi bragðbombu sem lýsir upp himininn með jarðarberjum, bönunum og súkkulaði. Loji Höskulds myndskreytti.

Meira
Skoða

Nr. C37 Bóbó á flandri

5.7% alc./vol.

Súrbjór

Þessi góðkunningi er eftirlýstur víða um land eftir að hafa brotist út úr búrinu í Eden. Þú þekkir hann á ástaraldinunum, appelsínunum og gúava- ávöxtunum sem hann kippti með á flóttanum. Hrund Guðmundsdóttir – takk fyrir portrettið.

Meira
Skoða

Nr. C36 Sama gamla sullið

5.0% alc./vol.

Hversdagsbjór

Hvað er að frella? Hvar er núvitundin? Prinsinn sjálfur fór í burtu meðan þú varst í sturtu en þessi fallegi lager er klipptur og límdur saman í samstarfi við Hirðina. Því þegar botni er náð er bara að standa upp aftur. Það er nefnilega ekki of seint að fá sér …

Meira
Skoða

Nr. C35 Staupasteinn

6,4% alc./vol.

India Pale Ale

Verið velkomin í bjórinn sem við þekkjum öll með nafni þótt humlarnir séu framandi: Rakau, Styrian Dragon og Galaxy. Bruggaður í samstarfi við Lamplighter Brewing Company. Nooorm!

Meira
Skoða

Nr. C34 Tónskratti

4.9% alc./vol.

Vienna Kellerbier

Stórbrotið samspil flytjenda og stjórnenda skilar sér í kaldbruggaðri klassík í anda gömlu meistaranna í Vín og kallar fram gæsahúð sem nær alveg upp úr bílakjallaranum upp á efstu svalir. Þórarinn M. Baldursson sló tóninn með myndskreytinguna.

Meira
Skoða

Nr. C33 Steðjakveðja

9.0% alc./vol.

NÝÁRSÖL

Nýja árið byrjar í Borgarfirði, í samstarfi við hið fráfarandi brugghús Steðja sem kveður okkur með ýlfrandi ferskum Double IPA úr hveiti úr sveitinni. Menn eru sko ekkert að leika sér á Bjössaróló þegar þessum er skotið á loft. Takk og bless!

Páll Ivan, takk fyrir myndskreytinguna.

Meira
Skoða

NR. C32 LÓÐASTÓLA LARRY

1.9% alc./vol.

Millidökkur

Við skulum setja okkur í stellingar og búa okkur undir að særa fram sögulega flugferð sem er millidökk og hafin upp af Galaxy, Mosaic og Columbus humlum í samstarfi við Drauga fortíðar. Eeelsku Larry!

Meira
Skoða

NR. C31 NASL

6.5% alc./vol.

ÁRAMÓTABJÓR

Nýtt ár! Þá skjótum við upp perum, kartöflum, blóðbergi og ferskjum til að fagna. Þessi tímamótabjór er sannkallaður Stjörnu-Gose fyrir okkur sem trúum á Álfasögur.

Meatsoda sá um myndefnið.

Meira
Skoða

Nr. C30 Veðurfyrirleður

6.5% alc./vol.

HOPPY PILS

Húsavík við Skjálfanda mætir Borg við Faxaflóa mætir Bæjaralandi í Mandarina Bavaria og Mittelfruh humluðum og bragðfjörugum pilsner í leðurklæddum bruggþríhyrningi.

Það var Þórarinn Már Baldursson sem myndskreytti fyrir okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir!

Meira
Skoða

NR. C29 10 BEERS

5.0% alc./vol.

CREAM ALE

Í sambruggi við Daða og Gagnamagnið stekkur þessi poppaði þurrhumlaði Cream Ale fram á stóra sviðið léttur í bragði og halar inn 12 stigunum með nettum dansi Mosaic og Citra humla. Algjört Créme Daða Créme!

Meira
Skoða

NR. C28 BÓLUEFNIÐ

9.0% alc./vol.

ÁRAMÓTA TRIPEL

Bóluefnið boðar tímamót. Það hjálpar þér að segja bless við leiðindin og opnar þér eikarþroskaða leið inn í nýja og spennandi framtíð.

Meira
Skoða

NR. C27 FESTIVUS

7.2% alc./vol.

Wheat IPA

Þessi óhefðbundna veisla í desember á rætur að rekja vestur um haf. Fjölmörg kraftaverk tengjast þessum svalandi hátíðahöldum og einkennast öll af Citra og Idaho 7 humlum og miklu, mjög miklu, hveiti. Þorláksmessa fyrir sum en Festivus fyrir the rest of us.

Meira
Skoða

NR. C26 UNDRALAND

5.3% alc./vol.

KVEIK IPA

Það má alveg básúna það að í þessum Kveik IPA gerast undur í samstarfi við hljómsveitina Valdimar. Við erum að tala um margslungna bragðtakta: Kókos, ananas, appelsínu og læti. Lalalalalæti!

Meira
Skoða

NR. C25 STJÖRNULJÓS

7.3% alc./vol.

BRUT IPA

Stjörnuljós er aðalbomban þessi áramótin, þurr og hlaðin ýlandi Amarillo og HBC-692 humlum í samstarfi við brugghúsið Smiðjuna í Vík í Mýrdal og skreytt tímamótateikningu eftir Bobby Breiðholt. Búðu þig undir að lýsa upp miðnæturhimininn með björtum sítrustónum í bland við sindrandi apríkósur og ferskjur.

 

Meira
Skoða

NR. C24 FEVER DREAM

6.0% alc./vol.

RASPBPERRY & LIQUORICE SOUR

Fever Dream er súr og hressandi smellur sem er tekinn upp í samstarfi við hljómsveitina Of Monsters and Men. Hindberin og lakkrísinn eru svo hljóðblönduð í botn til að kalla fram þetta einstaka Hey! Hey! Hey!

Meira
Skoða

NR. C23 ÖSKRAR Á SVEPP

7% alc./vol.

Kveik IPA

Samkvæmt hefðinni þá öskrar bruggarinn hástöfum þegar hið sögufræga norska Kveik-ger er sett út í. Hvers vegna? Hér hefur þú svarið – angandi af Cashmere, Citra og Mosaic humlum. Bruggað í samstarfi við Kings County Brewers Collective með stórkostlegri mynd sem orgar á mann – eftir Arnar Snæ Davíðsson.

Meira
Skoða

NR. C22 HEY KANÍNA

6.4 alc./vol.

IPL

Citra, Idaho 7, Simcoe og El Dorado humlar bjóða í svo gott partý að allir verða að drekka, æsa, renna, skvetta sér beint ofan í svaðið. Jói splæsir í kvöld – í samvinnu við vini okkar hjá Lamplighter í Massachusetts í Massachusetts.

Meira
Skoða

NR. C21 BÓBÓ FER Í BÆJARFERÐ

5.2% alc./vol.

SÚRBJÓR

Borg brugghús og Ölverk kynna Bóbó til sögunnar. Þessi góðkunningi er eftirlýstur víða um land eftir að hafa skellt í sig vænum skammti af skyri og brotist út úr búrinu í Eden. Þú þekkir hann á granateplunum og sítrónunum sem hann hafði á brott með sér!

Hrund Guðmundsdóttir náði „mugshot“ af gárunganum á hlaupum.

Meira
Skoða

NR. C20 RAUÐHETTA OG ÚLFUR

6.2% alc./vol.

WILD ALE

Við veltum því fyrir okkur hvað mundi gerast í þessari ævintýralegu blöndu; mundi Úlfur gleypa Rauðhettu – eða jafnvel öfugt! Niðurstaðan er að allt fer vel að lokum ef þú gleypir bæði. 

Takk fyrir geggjaða mynd Lára Garðarsdóttir!

Meira
Skoða

NR. C19 ÁRAMÓTASTAUPIÐ

8.3% alc./vol.

NEIPA

Það verður boðið upp á humlaða flugeldasýningu í munnholinu um áramótin. Láttu háværar og litríkar Citra bombur og Galaxy stjörnublys lýsa þér leiðina inn í gleðilegt NEIPA ár.

Við þökkum Malbygg enn og aftur fyrir skemmtilegt samstarf og takk fyrir geggjaða teikningu Harpa!

Meira
Skoða

NR. C18 BJÓR!

5.5% alc./vol

HOPPY LAGER

Árið 1981 sendi pönksveitin Fræbbblarnir frá sér lagið Bjór! með harðri gagnrýni á bjórbannið. Bjór! hefur nú öðlast nýtt líf sem bjór – nánar tiltekið Hoppy Lager með mjög gagnrýnum Citrus humlum. Viltu nammi væna?

„Finnst þeim spíri betri en bjór?
Mér finnst meira en nóg …
Næst gera þeir Ríkið að bar
svo ég verði að hella í mig þar.“

– Valgarður Guðjónsson

Meira
Skoða

NR. C17 HAUSTRUNK

5.1% alc./vol.

GOSE

Sætar apríkósur og forna lækningajurtin hafþyrnir vega salt í vatni úr ánni Gose í Þýskalandi.Allt toppbruggað eftir kúnstarinnar reglum. Því hér er enginn að leika sér. Jón Ingiberg Jónsteinsson sá svo um að teikna þessar geggjuðu umbúðir fyrir okkur og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.

Meira
Skoða

NR. C16 SKOFFÍN

3.8% alc./vol.

KOMBUCHA ALE

Hindurvitni lifa góðu lífi í þjóðsögum og þar koma kynjaverur til sögunnar. Okkar Skoffín er þó ekki banvænt enda hvorki afkvæmi refs og tíkur, né meinvættur úr hanaeggi. Með goðsagnakenndri formúlu fæðist nýtt Skoffín úr margslunginni sýru sem sameinast gerjuðu Kombucha tei og úr verður frískandi náttúruafurð með mildu bragði frá heilnæmu blóðbergi. Sigrún Hlín Sigurðardóttir brá upp lýsandi mynd fyrir okkur.

Meira
Skoða

NR. C15 LISKODISKO

6% alc./vol.

INDIA PALE ALE

Liskodisko er svo sannarlega svalur á dansgólfinu þar sem hann skelfur í hressilegum takti frá El Dorado og Calypso humlum, með allar flottustu IPA hreyfingarnar á hreinu og angandi af ferskjum. Liskodisko varð til í samvinnu við vini okkar hjá Panimo Hiisi í Finnlandi og er bruggaður með safaríkum ferskjum til að gera sumarið þitt eins djúsí og hægt er. Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sýnir nánar hvað við vorum að hugsa með sinni frábærri mynd á flöskunni.

Meira
Skoða

NR. C14 BOREALIS BABY

7% alc./vol.

NEIPA

Það er lífseig þjóðsaga víða í Asíu að börn, sem getin eru undir bliki norðurljósanna, öðlist sérstaka hæfileika. Við settum okkur því í stellingar með vinum okkar frá KEX Brewing og Lamplighter Brewing í Massachusetts til að prófa hvernig það kæmi út að búa til skýjaðan IPA við þessar sérstöku aðstæður. Og já. Sagan er sönn!
Drengurinn Fengurinn sá um listaverkið.

Meira
Skoða

NR. C13 KALSARIKÄNNIT

7.5% alc./vol.

SOUR ALE

Kalsarikännit er fersk og ávaxtarík útfærsla af einni glæstustu arfleifð Finna: Að hrynja í það heima á nærbuxunum, ástúðlega unnin í samstarfi við vini okkar hjá Panimo Hiisi brugghúsinu í Jyväskylä í Finnlandi. Páll Ívan frá Eiðum brá þessari skemmtilegu lausn á myndmálinu.
Meira
Skoða

NR. C12 BF2018

7.6% alc./vol.

ÁRAMÓTABJÓR (IPA)

*HVISS* Kveikurinn brennur með ógnarhraða og eins gott að skemmta sér hratt, því fyrr en varir endar þetta allt saman og ávextirnir lita himininn í snöggum, mögnuðum blossa.

Meira
Skoða

NR. C11 MIDT OM NATTEN

6.6% alc./vol.

INDIA PALE ALE

Brestur á með suðrænum tónum og vitleysu að nóttu til í kóngsins Köbenhavn. Det næste der skete tør jeg ikke tænke på …

Meira
Skoða

NR. C10 HÖLÖKYNKÖLÖKYN

5.3% alc./vol.

CHERRY SOUR

Hölökynkölökyn er súrbjór nefndur eftir finnskri drykkjukveðju og bruggaður úr súrum kirsuberjum í samstarfi við myrkrahöfðingjana vini okkar frá Mallaskoski brugghúsinu í Finnlandi.

Meira
Skoða

NR. C9 GÍLL

7.5% alc./vol.

RED ALE

Gíll er áræðinn, frakkur og framur. Þegar hann sést vestan sólar er það fyrir góðum keimi af appelsínu, greipaldini og litkaaldini.

Meira
Skoða

NR. C8 CHOCOSOURUS

5.4% alc./vol.

SOUR ALE

Þessi óargarbjór er allt annað en grimmur í gómi enda með keim af eplum, banana, suðrænum ávöxtum og vott af kakói … var þetta gára í glasinu þínu?

Meira
Skoða

NR. C7 LÓAN

8.7% alc./vol.

NEW NORDIC DIPA

Lóan Lóan Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Safarík, suðræn og sæt, olræt.

Meira
Skoða

NR. C6 BLEIKI FÍLLINN

6% alc./vol.

ÁRAMÓTABJÓR

Þessi belgíski IPA sprengir gamla árið burt með paradísarkornum, hibiscus og suðrænum ávöxtum. Skálar svo í rauðrófusafa og segir nokkra vel valda fílabrandara.

Meira
Skoða

NR. C5 VÍNLAND

5.6% alc./vol.

AUTUMN SOUR SAISON

Saison-bjór með íslenskum kræki- og bláberjum sem tínd eru að hausti til. Bruggaður til heiðurs þeim sem uppgötvuðu Ameríku fyrir 1000 árum, fimm öldum áður en Kólumbus hélt af stað yfir hafið.

Meira
Skoða

NR. C4 AYCAYIA

6.4% alc./vol.

INDIA PALE ALE

Persónugerving suðrænnar fegurðar og tælingarmáttar. Þessi karabíska gyðja leggur álög á alla sem verða á vegi hennar og rænir þá vilja sínum. Ávaxtakeimurinn er á mörkum alls velsæmis ...

Meira
Skoða

NR. C3 FJÓLUBLÁA HÖNDIN

5.6% alc./vol.

SAISON

Fjólublá hönd rétti fram brettað berjabrugg yfir brúna. Fyrir einskæra tilviljun var ég á staðnum til að upplifa þessa súru berjaför.

Meira
Skoða

NR. C2 SMUGAN

10.6% alc./vol.

WHEAT WINE

Við úrlausn flókinna deiluefna er nauðsynlegt að hafa viðeigandi drykkjarföng við höndina. Smugan kemur með rétta (vín)andann að samningaborðinu.

Meira
Skoða

NR. C1 2-14

6.5% alc./vol.

WHITE STOUT

Leikurinn sem tapaðist gegn Dönum þann 23. ágúst 1967 er ekki sögulegt fyrirbæri. Hann er öllu heldur skýr vísbending um að villur eru viljandi skrifaðar inn í Matrixið. Trúðu mér. Skál!

Meira